Ja hérna, svei mér þá og sei, sei.

Ja hérna, svei mér þá og sei, sei. Þetta eru góð og gild íslensk lýsingarorð sem lýsa undrun. Nú fara senn í hönd kosningar til borgarstjórnar. Sjálfstæðismenn, með Hönnu Birnu í fararbroddi hafa brotið blað í sögunni. Nú hefur verið sköpuð sátt milli meirihluta og minnihluta, minnihlutinn fær meira vægi en verið hefur. Þess vegna hefur lítið heyrst í vinstri mönnunum framan af. Einnig hefur það verið aðdáunarvert nú í þessum darraðardansi, að rekstur borgarinnar gengur vel og ekki stendur til að hækka skatta. Sjálfstæðismenn vita nefnilega, að háir skattar gera fólki erfitt fyrir, sérstaklega á tímum sem þessum.

 En vissulega þarf að skera niður og forgangsraða. Að einhverju leiti er dregið úr framkvæmdum, það þarf að spara. En þá tekur oddviti Samfylkingar sig til og gagnrýnir framkvæmdastoppið. Vill hann kannski frekar skera niður í velferðarþjónustunni? Hækka skatta? Jú vinstri mönnum klæjar í fingurna. Skjálfandi eins og fíkill sem þráir dóp, bíða þeir með vonarglampa í augum, eftir tækifæri til að fá að hækka skatta. Vilja þeir kannski skera niður í velferðarmálum? Ef menn telja sig bæra til þess að gagnrýna, þurfa þeir að koma með lausnir. Það virðist standa í þeim, það er auðveldara að gagnrýna mál en leysa þau.

Eftir tólf ára valdatíð höfðu vinstri menn hækkað útsvar í hámarks prósentu, aukið skuldir um mörg hundruð prósent, fælt burtu fyrirtæki og þar af leiðandi tapað skatttekjum, sett á tímabundið holræsagjald sem gleymdist að afnema (það er reyndar enn á, en óraunhæft er að taka það af miðað við núverandi ástand) og hleypt lóðarverði upp í óþekktarhæðir húsbyggendum til mikils ama. Maður skyldi ætla, eftir svona æfingar að menn sýndu iðrun og skömmuðust sín. En ó nei.

Ótrúlegt en samt alveg satt, þau bjóðast til að stjórna borginni, einu sinni enn. Er það nokkuð nema von að það gáfulegasta sem mér dettur í hug, sé einmitt; ja hérna, svei mér þá og sei,sei!!!

                                                      Jón Ríkharðsson


« Síðasta færsla

Um bloggið

Málfundafélagið Óðinn

Höfundur

Málfundafélagið Óðinn
Málfundafélagið Óðinn
Málfundafélagið Óðinn var stofnað 29.mars 1938 í gamla Varðarhúsinu við kalkofnsveg. Frá stofnun var það helsta hlutverk félagsins að sameina krafta sjálfstæðismanna í verkalýðshreyfingunni í Reykjavík. Þær skoðanir félagsmanna sem birtast á þessu boggi endurspegla ekki endilega skoðanir félagsins.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband