nonni

"Sjálfstæðisflokkurinn olli hruninu",Framsóknarflokkurinn olli hruninu", "allir útrásarvíkingar eru glæpamenn". Þessi slagorð eru á ferð og flugi um allt samfélagið um þessar mundir og eru í sannleika sagt, farin að ergja mig allverulega. Samt veit ég það, að eftir nokkur misseri, þegar allt er komið í lag verða flestir búnir að gleyma öllu. En þá tekur einhver önnur vitleysa við, kannski finnst mönnum þeir vera orðnir aftur ríkir og þá er í lagi, að taka lán fyrir öllu sem hugurinn girnist. Kannski verðum við þá aftur mest og best í heimi? Þegar því tímabili líkur, tekur við tími slagorða og útþynntra frasa. Það er eins og þjóðin þekki ekki sjálfa sig.

Við erum svo örsmá þjóð, að við getum tæplega staðið undir nafninu þjóð. Samt höfum við náð undralangt á skömmum tíma. Það er vegna framtakssemi einstaklinga, sem hafa lyft grettistaki til að koma okkur á þann stall sem við erum. Við megum að sjálfsögðu ekki gefast upp, því við eigum möguleika á, að verða raunverulega rík þjóð, ef við hugsum rökrétt og vinnum að því hörðum höndum.

Frá upphafi lýðveldistímans og jafnvel lengur, höfum við verið í stöðugri barátu við verðbólgu og fylgikvilla umframeyðslu. Við gerum nefnilega svo miklar kröfur til lífsins, en minni kröfur til okkar sjálfra. Flest rök hníga að því, að við höfum alltaf lifað um efni fram. Til að hafa viðurværi sjálfum mér og mínum til handa, hendist ég um allan sjó á togara, því ég hef enga menntun af að státa. Ég hef sem sagt takmarkaða þekkingu á hagfræði og skyldum fræðigreinum, ég reyni eingöngu af veikum mætti að þröngva heilaræflinum mínum til að meðtaka og skilja þær upplýsingar sem tækar eru. Oft er heilinn minn þreyttur, en hann reynir að vinna sitt starf af ýtrustu kostgæfni, fyrir kröfuharðan eiganda sinn, þannig að ég verð að taka viljann fyrir verkið.

Það er augljóst mál, að útflutningur skiptir höfuðmáli fyrir efnahag þjóðarinnar, einnig það, að leita allra leiða til að laða erlent fjármagn til landsins. Það sem vinstri hagfræðingar gera sér ekki grein fyrir, það skil ég, sjóararæfillinn með ómenntaða heilann. Skattahækkanir og almennur vandræðagangur skilar okkur ekki neinu. Við þurfum, að sýna auðmýkt og laða til okkar erlent fjármagn, næstum því að grátbiðja útlendinga um að koma hingað. Erlendir fjármagns og fyrirtækjaeigendur standa ekki spenntir  í biðröð, til þess eins að fá að vera með starfsemi á Íslandi . Hvers vegna ættu þeir að hafa áhuga á því? Þess vegna verðum við að laða þá til okkar með allskyns gylliboðum og skattaívilnunum. Þeir sem vilja koma hingað eru aðallega álframleiðendur. Ég er enginn sérstakur aðdáandi álvera og heldur hef ég ekkert á móti þeim sem slíkum. En af þeirri einföldu ástæðu, að þeir eru tilbúnir að koma, þá eigum við að sjálfsögðu að bjóða þá innilega velkomna. Álver eru nefnilega í hópi okkar stærstu skattgreiðenda og þeir borga starfsfólki sínu gott kaup, ásamt góðum starfskjörum öðrum. Það sem mestu máli skiptir er, að þeir eru reiðubúnir til að koma hingað strax.

Vinstri grænir froðufella ef þeir heyra minnst á álver. Vissulega er mengun hluti af starfseminni, en þessi mengunarumræða er komin út í öfgar. Einhverjir fræðingar komust að því, að fret úr afturenda nautgripa væri skaðlegt umhverfinu. Ekki veit ég hvort það gildir um vindlosun annarra lífvera, en ef svo er, þurfa grænmetisætur í flokki vinstri manna að endurskoða sitt mataræði. Í þeim hópi ku vera einstaklingar sem aðhyllast hráfæði og  hollustu , ýmsir baunaréttir falla í hóp hollusturétta. Getur ekki verið að vindgangur sem orsakast af baunum sé skaðlegur umhverfinu? Fnykurinn af vindlosun eftir baunaát er slíkur, að vindlosun nautgripa veldur ekki svo slæmri lykt, í samanburðinum. Ef ég væri leiðtogi náttúruverndarsinna sem að vinstrinu hallast, tækist mér örugglega að beina .þeim frá baunaáti í átt að kjötáti, svo vitlausir og leiðitamir eru þeir. Enda vinna þeir fæstir ærlegt handtak sem skilar raunverulegum tekjum.

Ríkisstjórnin hefur skýra valkosti. Annað hvort að losa sig við ranghugmyndir um heiminn, eða hætta stjórnmálaþátttöku fyrir fullt og allt.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Málfundafélagið Óðinn

Höfundur

Málfundafélagið Óðinn
Málfundafélagið Óðinn
Málfundafélagið Óðinn var stofnað 29.mars 1938 í gamla Varðarhúsinu við kalkofnsveg. Frá stofnun var það helsta hlutverk félagsins að sameina krafta sjálfstæðismanna í verkalýðshreyfingunni í Reykjavík. Þær skoðanir félagsmanna sem birtast á þessu boggi endurspegla ekki endilega skoðanir félagsins.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 151

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband