Borgarstjórnarkosningar.

Í vor verður kosið til borgarstjórnar og þá ræðst hvort skynsemin ræður ríkjum eða heimskan. Fólk á að bera virðingu fyrir atkvæði sínu, en hvorki að kjósa eitthvað út í bláinn, né taka gönuhlaup í fylgd tilfinninga sinna. Hvernig stendur á því að frá 1991-2008 var hér góðæri mest allan tímann? Sjálfstæðisflokkurinn var við völd, reyndar er það svo að síðustu árin, voru gerð mistök. Það er vandasamt að höndla langt góðæristímabil. Hvernig stendur á því að á sama tíma og ríkissjóður blómstraði var mikil skuldaaukning og skattahækkanir hjá Reykjavíkurborg? Vinstri flokkarnir voru við völd.. Er það tilviljun, að mestu framfara og hagsældartímabil eiga sér stað þegar sjálfstæðismenn eru við stjórnvölinn? Það er kominn tími til að fólk hugsi og leiti sannleikans. Ef einhver er ósammála þessum staðhæfingum, þá ætti viðkomandi að finna rök máli sínu til stuðnings. Að segja að "helvítis íhaldið" eyðileggi alla hluti, eru ekki rök heldur orðagjálfur. Ef ég fer með rangt mál, óska ég leiðréttingar og skipti fúslega um skoðun ef rökin eru sönn. Það ríkir "tær vinstri stjórn" í landsmálunum, Sjálfstæðisflokkurinn er við völd í borginni.

Hin "tæra vinstri stjórn" byggir upp norrænt velferðarkerfi. Hvernig gerir hún það? Með því að hækka skatta og flækja skattkerfið til muna.

Hin "tæra vinstri stjórn" slær skjaldborg um heimilin, og hvernig gerir hún það? Stjórnarherrarnir stuðla að hækkun afborganna á húsnæðislánum og blekkja fólk, með því að lækka afborganir tímabundið og auka þær svo til muna.

Hvað gera sjálfstæðismenn í borginni? Þeir neita að hækka skatta, þrátt fyrir óskir þess efnis frá vinstri vængnum. Þeir vita sem er, að fólkið ræður ekki við meiri byrðar.

Sjálfstæðismenn vernda störfin í borginni, því þeir vita að atvinnuleysi er böl, sem bitnar mest á hinu opinbera.

Sjálfstæðismenn neyðast til að skera niður útgjöld, það er eðlilegt. En vinstri vængurinn segir að fólk finni fyrir því. Vitanlega verða einhverjir varir við niðurskurð, annað er óhjákvæmilegt. 

"Hin tæra vinstri stjórn" er alfarið á ábyrgð þeirra sem kusu hana yfir sig. Vinstri menn lofa alltaf skattahækkunum og ýmiskonar dellu, þeim er ekki sjálfrátt. En þeir kjósendur sem vilja nota atkvæði sitt af skynsemi, kjósa sjálfstæðisflokkinn. Vitanlega eru sjálfstæðismenn breyskir og gera mistök, en sá vegvísir sem þeir nota, er skynsamlegri heldur en draumóra félagshyggjuflokkanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Málfundafélagið Óðinn

Höfundur

Málfundafélagið Óðinn
Málfundafélagið Óðinn
Málfundafélagið Óðinn var stofnað 29.mars 1938 í gamla Varðarhúsinu við kalkofnsveg. Frá stofnun var það helsta hlutverk félagsins að sameina krafta sjálfstæðismanna í verkalýðshreyfingunni í Reykjavík. Þær skoðanir félagsmanna sem birtast á þessu boggi endurspegla ekki endilega skoðanir félagsins.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband