Vanhæf ríkisstjórn.

Í byrjun árs, stóð hópur fólks niður á Austurvelli og barði á botta og pönnur. Það var öskrað og æpt, menn héldu ræður, það ríkti miklil reiði. Ég skyldi aldrei tilganginn með þessu veseni, enda kom á daginn, að fólk sem hæst hrópaði "vanhæf ríkisstjórn", fékk fyrir kaldhæðni örlaganna, vanhæfustu ríkisstjórn lýðveldissögunnar. Ákvörðun fjármálaráðherra, að senda tvö gamalmenni, með takmarkaða reynslu af samningagerð, í klærnar á harðsnúnum lagarefum breta og hollendinga er svo fáránlegt, að ég á engin prenthæf orð yfir þann gjörning. Og þeir kenna sjálfstæðismönnum um niðurstöðu samninganna. Steingrímur Joð, sagði reyndar í hita og þunga leiksins, að þetta væru frábærir samningar. Indriði H. sagði líka, að bretum og hollendingum þættu við hafa gert góða samninga. Steingrímur Joð kvðast líka, í hita og þunga leiksins, hafa svo góð sambönd meðal norðmanna, að það væri leikur einn, fyrir svona mikinn áhrifamann , að koma í kring myntsamstarfi við norðmenn.Við vitum öll hver niðurstaðan varð, norðmenn höfnuðu öllu samstarfi við okkur. Svo að velja gamla konu, með sterka réttlætiskennd sem forsætisráðherra. Móðir mín, er jafngömul Jóhönnu. Ef einhver bæði hana að verða forsætisráðherra, myndi ég setjast niður með henni í þeirri von, að koma vitinu fyrir hana. Mamma hefur eins og Jóhanna, og margra góðar gamlar konur, sterka réttlætiskennd og tekur ávallt stöðu með þeim, sem minna mega sín. Sú staðreynd, að Jóhanna blessunin er ekki sterk í tungumálum, gerir hana að vanhæfum forsætisráðherra. Í nánum og oft flóknum samskiptum við útlend ríki, þurfum við einstakling sem er vel að sér í sögu, menningu og tungumálum þeirra þjóða, sem við höfum mest samskipti við. Útlendingar bera einnig meiri virðingu fyrir þeim, sem talar þeirra mál og þarf ekki aðstoð túlka. Einn helsti talsmaður jafnaðarstefnunnar, prófessorinn Þorvaldur Gylfason, sagði það hafa verið mistök, að afhenda banka í hendurnar á dæmdum sakamanni. Þar átti hann við Björgúlf Guðmundsson, sem var dæmdur fyrir sinn þátt í Hafskipsmálinu.Það er víst ekki sama Jón og séra Jón. Forsætisráðherra hefur sér til aðstoðar dæmdan sakamann. Fyrirtæki hans, Hrannarson & Hjörvar var víst dæmt fyrir vanskil á vörslusköttum. Ekki má gleyma því, að Helgi Hjörvar er á þingi, þrátt fyrir mistök fortíðarinnar. Mér finnst ekkert óeðlilegt við það, því allir eiga skilið að fá tækifæri, eftir að hafa greitt sína skuld til samfélagsins. Sama hlýtur að gilda um Björgúlf. Dómharka vinstri manna er mikil gagnvart sjálfstæðismönnum, en sjálfsgagnrýni, þeir þekkja hana ekki. Það er dómstóla að dæma, en ekki stjórnmálamanna. Samt setja vinstri menn alla auðmenn undir einn hatt, og segja að það eigi að frysta eignir þeirra. Þeir gagnrýndu fyrri ríkisstjórn fyrir að lækka skatta í þenslu, svo hækka þeir skatta í miklum samdrætti, þeim fannst fáránlegt að hafa dýralækni sem fjármálaráðherra, þeir hafa jarðfræðing. Vinstri mennirnir hrópuðu eftir gagnsæi, í ríkistjórn eru þeir fljótir að gleyma. Það má segja að allt sem vinstri menn gagnrýndu fyrri ríkisstjórn fyrir, framkvæma þeir sjálfir, roggnir í valdastólunum, og bæta um betur, ekki man ég eftir að fyrri ríkisstjórn hafi gefið í skyn, að þingið væri vanhæft að fjalla um málefni þjóðar. Þeir hafa líka skrítna ráðgjafa. Aðstoðarmaður fjármálaráðherra hefur dundað sér við, að rökstyðja að álver skipti engu máli fyrir hagkerfið, jafnvel þó álfyrirtæki séu í hópi stærstu skattgreiðenda, hann segir líka að skattahækkanir geti örvað hagvöxt. Aðstoðarmaður forsætisráðherra brást ókvæða við ágætri málsvörn Evu Joly okkur til handa.Það þarf fróðari mann en mig, til að skilja svona menn. Hvaða heilvita manni dettur í hug að skammast yfir góðum stuðningi þjóð sinni til handa? Mér dettur í hug brot úr Gerplu Halldórs Laxness, þegar Þorgeir Hávarsson varð fúll út í Þormóð Kolbrúnarskáld fyrir að hafa bjargað lífi hans, er hann hékk á hvönninni. Þeir sem telja Þorgeir gáfumann, geta eflaust verið ánægðir með viðbrögð hjálparhellu forsætisráðherra. Saga síðustu áratuga sýnir, að hagstjórn vinstri manna hefur ekki reynst vel. Verðbólgumet, hækkandi álögur og ofstjórn á atvinnuvegum þjóðarinnar bera þess glögg merki. Ekki má gleyma tólf ára fíflagangi R-listans. Ég vona að kjósendur læri af mistökunum, svo við fáum ekki vanhæfa borgarstjórn ofan í samdráttinn.

Hugleiðingar um borgarstjórnarmál

Hugleiðingar um borgarstjórnarmál

Nú líður senn að kosningum til borgarstjórnar í Reykjavík og þá er viðbúið að  vinstri flokkarnir fari að sækja í sig veðrið og ljúga til um eigið ágæti í þeirri von að Göbbels lögmálið gildi ennþá, þ.e.a.s., ef maður endurtekur lygina nógu oft tekur fólk henni sem heilögum sannleik. Því miður er það svo, að vinstri menn hafa aldrei getað stjórnað svo vel sé. Ekki vegna þess að þeir séu ver af guði gerðir en aðrir, heldur er það sá vegvísir sem þeir kjósa sér,  því sú stefna sem félagshyggjuflokkarnir bjóða gengur ekki upp.

 

Ef við lítum til þess tíma, þegar sjálfstæðismenn höfðu síðast meirihluta í borginni þá var heimild til álagningar hámarksútsvars aldrei nýtt, en við skulum ekki gleyma því að á þeim tíma voru erfiðleikar í þjóðarbúskapnum út af rangri hagstjórn vinstri manna og þar af leiðandi krefjandi verkefni að halda sjó. Reykjavíkurborg var þá öflugasta sveitarfélag landsins og eftirsóknarvert að vera með atvinnustarfsemi þar, auðvelt aðgengi að lóðum á skikkanlegu verði. Þegar R-listinn tók við 1994., þá voru skuldir borgarinnar þrír til fjórir milljarðar og útsvarið var rúm átta prósent. Þessar skuldir voru til komnar vegna byggingar ráðhússins, Perlunnar og Nesjavallavirkjunar. Ráðhúsið var náttúrulega nauðsynleg framkvæmd, Perlan hefur fyrir löngu sannað gildi sitt þó reksturinn hafi ekki alltaf staðið undir væntingum og Nesjavallavirkjun hefur reynst vel.

 Eftir tólf ára valdatíð R-listans voru skuldirnar orðnar milli sextíu til sjötíu milljarðar út af fáránlegum fjárfestingum, Lína-Net, Orkuveituhúsið og risarækjueldið, ekkert af þessu hefur verið til hagsbóta fyrir Reykvíkinga. Það var viðvarandi lóðarskortur og ekki má gleyma því, að lóðauppboð R-listans á stóran hlut í mestu hækkun húsnæðisverðs Íslandssögunnar hvorki meira né minna. Borgarstjóri R-listans var spurður að því, hvort það væri hægt að lækka skuldir án skattahækkana, borgarstjórinn játti því digurbarkalega. En raunin varð sú, að skattar hækkuðu og skuldir jukust, útsvar var komið í leyfilegt hámark í lok valdatíðar R-listans og við blöstu gríðarlegar skuldir. Gleymum ekki að útsvarshækkunin og skuldaaukningin varð á mesta hagvaxtarskeiði Íslandssögunnar, þeir gátu ekki einu sinni sýnt almennilegan rekstur við frábær ytri skilyrði.

Þegar sjálfstæðismenn tóku við árið 2006, þá fóru strax að sjást jákvæð teikn á lofti, hagrætt var í rekstri og ábyrg fjármálastjórnun fór að gera vart við sig. Vissulega varð mikill vandræðagangur eftir að stjórnin sprakk, en gleymum ekki höfuðorsökinni. Heiðarleiki sjálfstæðismanna hefur löngum verið meiri en hjá vinstri flokkunum, meirihluti borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna ofbauð það, að Orkuveitan yrði látin taka þátt í áhætturekstri, hún sætti sig ekki við það og sjálfstæðismenn ættu aldrei að sætta sig við að fé skattborgaranna sé notað í spilavíti spákaupmennsku.

Við sjálfstæðismenn verðum að halda á lofti okkar frábæra málstað, Hönnu Birnu hefur tekist það, sem engum af núverandi leiðtogum í borgarmálum hefur tekist, skapa sátt milli flokka í borgarstjórn og sátt er dýrmætur fjársjóður í pólitísku landslagi, en því  miður af mjög skornum skammti. Við höfum sennilega þá vanhæfustu ríkisstjórn sem setið hefur á lýðveldistímanum, og ef við fáum vinstri menn í borgarstjórn, þá erum við  í vondum málum, það er vægt til orða tekið, því  nú koma upp í hugann óprenthæfar setningar úr fjölbreyttum orðaforða íslenskara togarasjómanna.

Ef við sjálfstæðismenn tökum höndum saman og höldum á lofti sannleikanum, þurfum við  ekki að hafa áhyggjur. Við erum svo heppinn að hafa hinn rétta málstað okkar megin. Vinstri mennirnir eiga örugglega eftir að koma með sitt alþekkta þvaður, munum bara að gleyma hinu ágæta máltæki,“sá vægir sem vitið hefur meira“, fram yfir kosningar að minnsta kosti. 

                                                 Jón Ríkharðsson  sjómaður.


« Fyrri síða

Um bloggið

Málfundafélagið Óðinn

Höfundur

Málfundafélagið Óðinn
Málfundafélagið Óðinn
Málfundafélagið Óðinn var stofnað 29.mars 1938 í gamla Varðarhúsinu við kalkofnsveg. Frá stofnun var það helsta hlutverk félagsins að sameina krafta sjálfstæðismanna í verkalýðshreyfingunni í Reykjavík. Þær skoðanir félagsmanna sem birtast á þessu boggi endurspegla ekki endilega skoðanir félagsins.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband