Færsluflokkur: Bloggar
13.12.2009 | 19:38
Vanhæf ríkisstjórn.
13.12.2009 | 05:07
Hugleiðingar um borgarstjórnarmál
Hugleiðingar um borgarstjórnarmál
Nú líður senn að kosningum til borgarstjórnar í Reykjavík og þá er viðbúið að vinstri flokkarnir fari að sækja í sig veðrið og ljúga til um eigið ágæti í þeirri von að Göbbels lögmálið gildi ennþá, þ.e.a.s., ef maður endurtekur lygina nógu oft tekur fólk henni sem heilögum sannleik. Því miður er það svo, að vinstri menn hafa aldrei getað stjórnað svo vel sé. Ekki vegna þess að þeir séu ver af guði gerðir en aðrir, heldur er það sá vegvísir sem þeir kjósa sér, því sú stefna sem félagshyggjuflokkarnir bjóða gengur ekki upp.
Ef við lítum til þess tíma, þegar sjálfstæðismenn höfðu síðast meirihluta í borginni þá var heimild til álagningar hámarksútsvars aldrei nýtt, en við skulum ekki gleyma því að á þeim tíma voru erfiðleikar í þjóðarbúskapnum út af rangri hagstjórn vinstri manna og þar af leiðandi krefjandi verkefni að halda sjó. Reykjavíkurborg var þá öflugasta sveitarfélag landsins og eftirsóknarvert að vera með atvinnustarfsemi þar, auðvelt aðgengi að lóðum á skikkanlegu verði. Þegar R-listinn tók við 1994., þá voru skuldir borgarinnar þrír til fjórir milljarðar og útsvarið var rúm átta prósent. Þessar skuldir voru til komnar vegna byggingar ráðhússins, Perlunnar og Nesjavallavirkjunar. Ráðhúsið var náttúrulega nauðsynleg framkvæmd, Perlan hefur fyrir löngu sannað gildi sitt þó reksturinn hafi ekki alltaf staðið undir væntingum og Nesjavallavirkjun hefur reynst vel.
Eftir tólf ára valdatíð R-listans voru skuldirnar orðnar milli sextíu til sjötíu milljarðar út af fáránlegum fjárfestingum, Lína-Net, Orkuveituhúsið og risarækjueldið, ekkert af þessu hefur verið til hagsbóta fyrir Reykvíkinga. Það var viðvarandi lóðarskortur og ekki má gleyma því, að lóðauppboð R-listans á stóran hlut í mestu hækkun húsnæðisverðs Íslandssögunnar hvorki meira né minna. Borgarstjóri R-listans var spurður að því, hvort það væri hægt að lækka skuldir án skattahækkana, borgarstjórinn játti því digurbarkalega. En raunin varð sú, að skattar hækkuðu og skuldir jukust, útsvar var komið í leyfilegt hámark í lok valdatíðar R-listans og við blöstu gríðarlegar skuldir. Gleymum ekki að útsvarshækkunin og skuldaaukningin varð á mesta hagvaxtarskeiði Íslandssögunnar, þeir gátu ekki einu sinni sýnt almennilegan rekstur við frábær ytri skilyrði.
Þegar sjálfstæðismenn tóku við árið 2006, þá fóru strax að sjást jákvæð teikn á lofti, hagrætt var í rekstri og ábyrg fjármálastjórnun fór að gera vart við sig. Vissulega varð mikill vandræðagangur eftir að stjórnin sprakk, en gleymum ekki höfuðorsökinni. Heiðarleiki sjálfstæðismanna hefur löngum verið meiri en hjá vinstri flokkunum, meirihluti borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna ofbauð það, að Orkuveitan yrði látin taka þátt í áhætturekstri, hún sætti sig ekki við það og sjálfstæðismenn ættu aldrei að sætta sig við að fé skattborgaranna sé notað í spilavíti spákaupmennsku.
Við sjálfstæðismenn verðum að halda á lofti okkar frábæra málstað, Hönnu Birnu hefur tekist það, sem engum af núverandi leiðtogum í borgarmálum hefur tekist, skapa sátt milli flokka í borgarstjórn og sátt er dýrmætur fjársjóður í pólitísku landslagi, en því miður af mjög skornum skammti. Við höfum sennilega þá vanhæfustu ríkisstjórn sem setið hefur á lýðveldistímanum, og ef við fáum vinstri menn í borgarstjórn, þá erum við í vondum málum, það er vægt til orða tekið, því nú koma upp í hugann óprenthæfar setningar úr fjölbreyttum orðaforða íslenskara togarasjómanna.
Ef við sjálfstæðismenn tökum höndum saman og höldum á lofti sannleikanum, þurfum við ekki að hafa áhyggjur. Við erum svo heppinn að hafa hinn rétta málstað okkar megin. Vinstri mennirnir eiga örugglega eftir að koma með sitt alþekkta þvaður, munum bara að gleyma hinu ágæta máltæki,sá vægir sem vitið hefur meira, fram yfir kosningar að minnsta kosti.
Jón Ríkharðsson sjómaður.
Um bloggið
Málfundafélagið Óðinn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar