Mistök í prófkjöri Samfylkingarinnar og fjölmiðlar þegja

Það vekur athygli að í prófkjöri Samfylkingarinnar sem lauk í gær fær Dagur 112 fleiri atkvæði en þau sem voru talin.

Spurningar vakna um hvort eitthvað gruggugt sé á seiði í þessu prófkjör eða hvað veldur því að oddvitinn fær fleiri atkvæði en talin atkvæði. Var nokkuð verið að fegra lokatölur oddvintans?

Það vekju jafnframt að jafnvel þótt þegar þetta er skrifað séu 12 klukkustundur liðnar frá því Orðið á götunni sagði frá þessum mistökum hefur Samfylking ekki séð ástæðu til að leiðrétta mistökin eða koma með neinar útskýringar hvernig stendur á þessu.

Ætli mönnum finnist bara eðlilegt þar á bænum að Oddvitin fái fleiri atkvæði en eru talin?

Jafnframt vekur ekki síður athygli að jafnvel þótt það sé frétt að næst stæsti flokkur í Reykjavík sé ekki fær um að framkvæma prófkjör án þess að klúðra því, þá hafa fjölmiðlar ekki séð ástæðu til að birta fréttir af þessu.

Af hverju skildu fjölmiðlar ekki birta fréttir af þessu?

Fjölmiðlar voru uppfullir af því í seinustu viku að þátttaka hefði verið léleg hjá Sjálfstæðisflokknum. Þótt þáttaka í Sjáflstæðisflokknum hafi ekki verið eins og best hefur verið, þá kusu tæplega 3 sinnum fleiri í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og jafnframt kusu hlutfallslega fleiri í prófkjörinu af kjörskrá hjá Sjálfstæðisflokknum en hjá Samfylkingunni.

Það verður fróðlegt að vita hvort sama umræða eigi eftir að skjóta upp kollinum eða hvort fjölmiðlamenn eigi eftir að þegja þunnu hljóði um arfa lélega þáttöku í prófkjöri Samfylkingarinnar. Það að nærst stærsti flokkurinn í Reykjavík skuli eingöngu fá rúmlega 2500 til að kjósa ættu að vera stór fréttir, til samanburðar er áhugavert að skoða þáttöku í aðalfundum Heimdalllar en algengt er að þeir séu helmingur af þáttöku í prófkjöri Samfylkingarinnar. th.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Málfundafélagið Óðinn

Höfundur

Málfundafélagið Óðinn
Málfundafélagið Óðinn
Málfundafélagið Óðinn var stofnað 29.mars 1938 í gamla Varðarhúsinu við kalkofnsveg. Frá stofnun var það helsta hlutverk félagsins að sameina krafta sjálfstæðismanna í verkalýðshreyfingunni í Reykjavík. Þær skoðanir félagsmanna sem birtast á þessu boggi endurspegla ekki endilega skoðanir félagsins.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband