Snarbrjálaðar skattatillögur ríkisstjórnarinnar.

Tilfinningaríki eldhuginn Steingrímur J. Sigfússon, brást reiður við auglýsingum fyrir síðustu kosningar, sem vöruðu við skattahækkunaráráttu vinstri manna. Kannski hefur kallræfillinn ekki ætlað sér að hækka skatta, en eðlið segir alltaf til sín. Vinstri menn hafa óseðjandi þörf fyrir skatahækkanir og hafa ekki verið í ríkisstjórn árum saman, þannig að þeir hafa verið komnir í mikla og krefjandi þörf. Fjörugir, eins og beljur sem hleypt er út á vori, hækkuðu þeir skatta umtalsvert og bættu um betur, lögðu til hækkun á flækjustigi skattkerfisins. Þeir verða hálfórólegir ef kerfið er einfalt og þægilegt.

Það er í lagi að rækta sín áhugamál, en þegar tómstundariðjan bitnar harkalega á saklausu fólki, þá fer gamanið að kárna. Steingrímur skammaðist mjög yfir skattalækkunum fyrri ríkisstjórnar, honum fannst galið að lækka skatta í þenslu. Eftir á að hyggja var margt til í því hjá honum. En verra er að hækka skatta í samdrætti. En hann hefur aðstoðarmann, sem gælir við eyru hans með orðum eins og að skattahækkanir geti aukið hagvöxt, það hefur ekki orðið til að minnka áráttuna. Og að koma með þessar fjölþrepa hugmyndir, teljandi fólki trú um, að þær séu upphafið að einhverju "norrænu velferðarkerfi.Það er deginum ljósara, að flækjurnar sem fylgja svona þvælu, snarauka kostnað ríkisins við eftirlit á skattaskilum borgaranna. Og ætlast til að hinn almenni launamaður, sem í dugnaði sínum vinnur tvö störf til að sjá fyrir sér og sínum, fylgist með skattskilum atvinnurekenda er út í hött. Það ætti að vera nóg að þræla myrkranna á milli, menn geta ekki bætt á sig eftirlitsstörfum fyrir skattinn að auki. Hvar eru "Raddir fólksins"? Þögnuðu þær, eftir að vinstri stjórnin komst til valda? Eða er það rétt sem sagt er, að Steingrímur Joð hafi tjáð Geir H. Haarde, að Vinstri grænir hefðu kunnáttu til að beita málþófi og væru flinkir að skipuleggja mótmæli?

                                               Jón Ríkharðsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Málfundafélagið Óðinn

Höfundur

Málfundafélagið Óðinn
Málfundafélagið Óðinn
Málfundafélagið Óðinn var stofnað 29.mars 1938 í gamla Varðarhúsinu við kalkofnsveg. Frá stofnun var það helsta hlutverk félagsins að sameina krafta sjálfstæðismanna í verkalýðshreyfingunni í Reykjavík. Þær skoðanir félagsmanna sem birtast á þessu boggi endurspegla ekki endilega skoðanir félagsins.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband