Aðeins meira um Ice save.

Nú er það svo, að ríkisstjórninni hefur tekist að keyra í gegn eitt af sínum helstu áhugamálum, Ice save málinu, í mikilli andstöðu við þjóðina. En vinstri menn eru sjálfum sér líkir, alltaf þykjast þeir vita betur en þjóðin, þótt í öðru orðinu tali þeir um beint lýðræði.

Beint lýðræði á bara við í málum þar sem þjóðin er þeim sammála.

En hvaða rök koma þeir með máli sínu til stuðnings?

"Okkur ber siðferðileg skylda að borga".

Fyrir þúsundum ára komu menn sér saman um ágæta aðferð til að jafna ágreining manna á meðal. Það heitir setning laga. Og til að koma í veg fyrir óþarfa ágreining og þrætur, fóru menn að skrá niður lögin. Þjóðir komu sér saman um ákveðin lög til að koma í veg fyrir styrjaldir og deilur, ESB lögin eru meðal annars samin í þessum tilgangi.

ESB lögin segja hvergi að okkur beri skylda til að borga, a.m.k. ekki með óyggjandi hætti. Eða hvers vegna telja menn að Bretar og hollendingar hafi ekki viljað fara með Ice save málið fyrir dómstóla?

Ef tveir aðilar eiga í deilum og hafa ólík sjónarmið sem erfitt er að sætta, þá eru dómstólar góð leið, (þetta var líka fundið upp fyrir þúsundum ára, voðalega tekur það vinstri menn langan tíma  að átta sig á þessu). Hvernig getur annar aðilinn í deilumáli neitað dómstólaleiðinni og ætlast til þess að fallist sé á hans sjónarmið? Jú það er hægt ef Svavar og Indriði eru hinum megin borðsins.

Þetta er mjög vandræðalegt mál fyrir íslendinga. Viljum við að alþjóðasamfélagið telji okkur rolur og vesalinga? Þetta eru þau skilaboð sem "hin tæra vinstri stjórn" hefur sent umheiminum.

En eigin þjóð, henni er enginn miskunn sýnd. Hún skal fá að borga með góðu eða illu, skuldir sem hún hefur ekki stofnað til.

Bresk lögfræðistofa kemur með góð lagaleg rök, sem hægt hefði verið að nota á viðsemjendur okkar. Fjármálaráðherrann segir þá, að það sé ekkert að marka þessa lögfræðinga, þeir hafi ekki allar forsendur fyrir framan sig.

Menn muna kannski eftir því, þegar Eva Joly kom með ágæta málsvörn okkur til handa í erlendum blöðum. Aðstoðarmaður forsætisráðherra brást hinn versti við, og gaf í skyn, að hún væri að skipta sér af málum, sem henni kæmi ekki við.

Finnst fólki það ekkert skrítið, þegar ríkisstjórnin reynir af öllu afli, að kveða niður öll rök, sem hugsanlega koma sér vel fyrir okkar málstað.

Eru stjórnarherrarnir kannski að leita allra leiða, til að sannfæra fólk um "meint klúður sjálfstæðismanna"? Þeir virðast ætla að refsa þjóðinni grimmilega fyrir að hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn, hrunið kemur minnst við þá.

Þeir hafa þrátt fyrir allt ágæt laun og nokkuð trygga vinnu, meðan fólk er nógu vitlaust til að kjósa þau.

Vinstri menn hafa alltaf verið tilbúnir til að gera allt, þá meina ég allt, til að fá að vera í ríkisstjórn.

Og sumir eru svo vitlausir að kjósa þau aftur og aftur og aftur, en eftir þetta klúður, trúi ég því, að kjósendum þeirra fækki til muna, það yrði til heilla fyrir þjóðina ef sem fæstir myndu kjósa þau.

 

                                 Jón Ríkarðsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Málfundafélagið Óðinn

Höfundur

Málfundafélagið Óðinn
Málfundafélagið Óðinn
Málfundafélagið Óðinn var stofnað 29.mars 1938 í gamla Varðarhúsinu við kalkofnsveg. Frá stofnun var það helsta hlutverk félagsins að sameina krafta sjálfstæðismanna í verkalýðshreyfingunni í Reykjavík. Þær skoðanir félagsmanna sem birtast á þessu boggi endurspegla ekki endilega skoðanir félagsins.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband